Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Breyting á verklagi embættis landlæknis vegna veitingu tímabundinna starfsleyfa læknanema

31. maí 2019

Embætti landlæknis tilkynnir um breytingu á verklagi er lýtur að útgáfu tímabundinna starfsleyfa til læknanema.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis tilkynnir um breytingu á verklagi er lýtur að útgáfu tímabundinna starfsleyfa til læknanema.

Samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 er landlækni heimilt, ef nauðsyn krefur, að veita þeim sem lokið hafa fjórða árs námi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi erlendis tímabundið starfsleyfi til að sinna tilgreindum læknisstörfum sbr. 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. Samkvæmt 2. málsl. sama ákvæðis skal læknanemi í slíkum tilvikum starfa með lækni með ótakmarkað lækningaleyfi.

Landlæknir hefur ákveðið að uppfæra umsóknareyðublöð embættisins þannig að betur verði gerð grein fyrir þeirri nauðsyn sem liggur til grundvallar þeirri þörf að kveða læknanema til starfs sem læknir.

Líkt og áður þarf sá læknir, sem skrifar undir umsókn læknanema um tímabundið starfsleyfi, að staðfesta að læknaneminn hafi lokið fjórða ári í læknisfræði og að hann hafi verið ráðinn til starfa á viðkomandi stofnun það tímabil sem sótt er um. Til viðbótar þarf nú að fylgja með umsókninni ítarlegur rökstuðningur ábyrgs læknis fyrir nauðsyn ráðningarinnar.

Umsókn um tímabundið starfsleyfi læknanema