Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
31. júlí 2019
Sóttvarnalæknir hefur gefið út skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2018 sem birt hefur verið á vefsíðu Embættis landlæknis.
26. júlí 2019
Undanfarna daga hefur saursýnum fækkað umtalsvert sem send hafa verið til rannsóknar á sýklafræðideild Landspítalans. Síðasti einstaklingurinn greindist 19. júlí sl. og enginn einstaklingur hefur greinst eftir að hafa verið í Efstadal eftir 18. júlí en þá hófust þar viðamiklar aðgerðir sem miðuðu að því að stöðva útbreiðslu smits af völdum E. coli.
24. júlí 2019
Í dag 24. júlí voru rannsökuð saursýni frá fjórum einstaklingum með tilliti til E. coli sýkinga en enginn greindist með sýkinguna.
23. júlí 2019
Í dag, 23. júlí, voru rannsökuð saursýni frá fjórum einstaklingum m.t.t. E. coli sýkinga en enginn greindist með sýkinguna
22. júlí 2019
Engin tilfelli af E. coli greindust í dag. Í dag 22. júlí voru rannsökuð saursýni frá 15 einstaklingum sem borist hafa undanfarna daga m.t.t. E. coli sýkinga og greindist enginn með sýkinguna.
19. júlí 2019
Í dag voru rannsökuð saursýni frá frá þremur einstaklingum með tilliti til E. coli sýkinga.
Ljóst er að ekki hefur tekist að uppræta smit og smitleiðir í Efstadal II með þeim aðgerðum sem gripið var til um og eftir 4. júlí síðastliðinn.
18. júlí 2019
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur lýst ebólufaraldurinn sem geisað hefur í Norður-Kivu í Austur-Kongó undanfarið ár bráða ógn við lýðheilsuna sem varðar þjóðir heims skv. Alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni frá 2005 (e. public health emergency of international concern).
17. júlí 2019
Í dag, 17.7.2019, voru rannsökuð sýni frá 14 einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu.
16. júlí 2019
Í dag, 16.7.2019, voru rannsökuð sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu og greindist enginn með sýkinguna. Alls hafa því 19 börn greinst frá því að faraldurinn hófst.