Engin ný tilfelli af E. coli í dag
22. júlí 2019
Engin tilfelli af E. coli greindust í dag. Í dag 22. júlí voru rannsökuð saursýni frá 15 einstaklingum sem borist hafa undanfarna daga m.t.t. E. coli sýkinga og greindist enginn með sýkinguna.
Engin tilfelli af E. coli greindust í dag. Í dag 22. júlí voru rannsökuð saursýni frá 15 einstaklingum sem borist hafa undanfarna daga m.t.t. E. coli sýkinga og greindist enginn með sýkinguna.
Þann 19. júlí sl. var greint frá einum einstaklingi sem var grunaður um sýkingu og reyndist hann vera sýktur af E. coli bakteríunni. Hann hafði borðað ís í Efstadal fyrir um þremur vikum og hafði auk þess umgengist sýktan einstakling fyrir 1-2 vikum. Um er að ræða þriggja og hálfs árs gamalt barn sem heilsast vel og verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins.
Bandaríska barnið grunað um E. coli sýkingu og fjallað hefur verið um á undanförnum dögum er hins vegar ekki með E. coli sýkingu samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum.
Alls hafa því 22 einstaklingar greinst með E. coli sýkingu, þar af tveir fullorðnir og 20 börn. Annar hinna fullorðnu borðaði ís í Efstadal 8. júlí en enginn annar tengist Efstadal eftir 4-5. júlí en þá hófust fyrri aðgerðir sem miðuðu að því að rjúfa smitleiðir. Seinni aðgerðir í Efstadal hófust 18-19. júlí og eftir þann tíma hafa engir einstaklingar greinst.
Rannsóknir í Efstadal hafa enn ekki sýnt með óyggjandi hætti hvernig E. coli sýkillinn barst í einstaklingana sem veiktust. Allir einstaklingarnir áttu það hins vegar sameiginlegt að hafa borðað ís í Efstadal fyrir utan eitt barn sem virðist hafa smitast af systkini.
Sóttvarnalæknir