Grunsamlegt tilfelli af E. coli greindist í dag
19. júlí 2019
Í dag voru rannsökuð saursýni frá frá þremur einstaklingum með tilliti til E. coli sýkinga.
Í dag voru rannsökuð saursýni frá frá þremur einstaklingum m.t.t. E. coli sýkinga. Niðurstaða frá einum einstaklingi gaf til kynna sterkan grun um E. coli sýkingu. Um er að ræða rúmlega þriggja ára barn sem var í Efstadal fyrir 2-3 vikum og hafði barnið einnig umgengist barn með staðfesta E. coli sýkingu fyrir 8 dögum.
Barnið mun fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins en frekari niðurstaðna af rannsóknum og faraldsfræðilegum upplýsingum munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgina.
Yfir helgina munu ekki veðra gerðar rannsóknir hvað varða E. coli sýkingar og ekki er því að vænta frekari upplýsinga af E. coli faraldrinum fyrr en eftir helgi.
Sóttvarnalæknir