Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Fjórtán sýni rannsökuð í tengslum við E. coli

17. júlí 2019

Í dag, 17.7.2019, voru rannsökuð sýni frá 14 einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Í dag 17.7.2019 voru rannsökuð sýni frá 14 einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu. Niðurstöður benda til að tveir fullorðnir einstaklingar hafi smitast af bakteríunni en beðið er eftir staðfestingu á því hvort um sömu bakteríu er að ræða og hjá börnunum sem áður hafa greinst. Niðurstaða úr staðfestingaprófum getur tekið tvo til þrjá daga. Sömuleiðis má vænta niðurstaðna úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal á næstu dögum.

Ekkert barn er nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins af völdum STEC E. coli

Enn er beðið er eftir frekari staðfestingu á greiningu hjá barninu í Bandaríkjunum sem grunað er um alvarlega E. coli sýkingu.

Búist er við að E. coli faraldurinn sé að renna sitt skeið en þessi vika mun að líkindum skera úr um það.

Sóttvarnalæknir