Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
3. júní 2022
Frá og með 1. júní 2022 eru starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna gefin út rafrænt og þau send í pósthólf umsækjanda á island.is.
1. júní 2022
Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála, sem eru til afgreiðslu hjá embætti landlæknis, vill embættið koma því á framfæri að vegna mikilla anna er fyrirsjáanlegt að tafir verði áfram á afgreiðslu erinda í mörgum málaflokkum hjá embættinu.
31. maí 2022
Árlegur alþjóðlegur baráttudagur gegn tóbaksnotkun er í ár helgaður tóbaki sem ógn við umhverfi okkar.
30. maí 2022
Allir umsækjendur um starfsleyfi löggiltrar heilbrigðisstéttar þurfa að leggja fram frumrit eða staðfest afrit af prófskírteini frá viðkomandi menntastofnun.
25. maí 2022
Í ljósi útbreiðslu apabólu smita í Evrópu undanfarið þá eru líkur á að smit berist hingað til lands og jafnvel að litlar hópsýkingar geti brotist hér út.
Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, hefur verið gefið út. Umfjöllunarefnið að þessu sinni er starfsemi heilsugæslustöðva 2021.
24. maí 2022
Þann 22. maí 2022 hafði apabóla verið staðfest hjá 59 einstaklingum í níu löndum í Evrópu (Portúgal, Spáni, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi) og að auki voru 10 grunaðir um að vera sýktir.
20. maí 2022
Undanfarið hafa borist fréttir um sýkingar af völdum monkeypox veiru í nokkrum löndum í Evrópu t.d. Bretlandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð en einnig hefur sjúkdómurinn greinst í Bandaríkjunum og Kanada.
17. maí 2022
Í byrjun apríl 2022 var gerð rannsókn á höfuðborgarsvæðinu þar sem könnuð var útbreiðsla COVID-19 á meðal einstaklinga 20-80 ára. Rannsóknin var samstarfsverkefni sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar.
16. maí 2022
Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafa orðið 153 andlát á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldurs til 1. apríl 2022.