Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Niðurstöður úr rannsókn sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu COVID-19 á Íslandi

17. maí 2022

Í byrjun apríl 2022 var gerð rannsókn á höfuðborgarsvæðinu þar sem könnuð var útbreiðsla COVID-19 á meðal einstaklinga 20-80 ára. Rannsóknin var samstarfsverkefni sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar.

Landlæknir logo

Í byrjun apríl 2022 var gerð rannsókn á höfuðborgarsvæðinu þar sem könnuð var útbreiðsla COVID-19 á meðal einstaklinga 20-80 ára. Rannsóknin var samstarfsverkefni sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar sem miðaði að því að kanna hversu stór hluti fullorðinna einstaklinga hefðu sýkst af COVID-19.

Til að kanna yfirstaðið smit af völdum COVID-19 þá voru mótefni gegn veirunni mæld og einnig var tilvist veirunnar í nefkoki könnuð með PCR prófi. 916 einstaklingar tóku þátt í rannsókninni.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós, að um 70-80% yngra fólks (20-60 ára) höfðu smitast af COVID-19 í byrjun apríl 2022 en heldur færri eldri einstaklinga voru með merki um fyrra smit eða 50% einstaklinga á aldrinum 60-80 ára. Einstaklingsbundnar niðurstöður verða sendar til viðkomandi nú á næstu dögum.

Þessar upplýsingar styrkja þá tilgátu að útbreitt ónæmi gegn COVID-19 hefur nú náðst í samfélaginu og styður einnig þá ákvörðun sóttvarnalæknis að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni. 

Sóttvarnalæknir