Embætti landlæknis hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu til að setja upp landsgátt til að miðla lykilupplýsingum úr sjúkraskrá á milli landa í Evrópu fyrir þá einstaklinga sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu erlendis og jafnframt íbúa annarra Evrópulanda sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu hérlendis. Lykilupplýsingar úr sjúkraskrá eru m.a. upplýsingar um ofnæmi, áhættuþætti, lyf, sjúkdómsgreiningu og meðferð.