Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
1. nóvember 2022
Gerð var úttekt á réttar- og öryggisgeðdeildum (RÖG) Landspítala að frumkvæði embættis landlæknis. Tilefni úttektarinnar var að fylgja eftir framvindu mála og úrbótum í kjölfar erindis sem embættinu barst í lok nóvember 2020 frá Geðhjálp.
Andlát vegna Covid-19 hafa verið í umræðunni undanfarið. Fyrst langar mig að minna á að nálgast þá umræðu af virðingu og samkennd.
31. október 2022
Á veturna má búast við aukningu í nóróveirutilfellum enda er sýkingin nefnd vetrarælupestin á sumum tungumálum. Helstu einkenni nóróveirusýkingar eru vanlíðan, uppköst, niðurgangur, hiti og kviðverkir.
Með hliðsjón af reynslu á suðurhveli á nýafstöðnu inflúensutímabili þar hefur sóttvarnalæknir ákveðið að útvíkka forgangshópa sem fá inflúensubóluefni sér að kostnaðarlausu á yfirstandandi inflúensutímabili til barna á aldrinum 6 mánaða til 2,5 árs.
28. október 2022
Alþingi samþykkti á síðasta ári lýðheilsustefnu til ársins 2030. Stefnan á sér stoð í heilbrigðisstefnu þar sem fram koma þau markmið að lýðheilsustarf með áherslu á heilsueflingu og forvarnir verði hluti af allri heilbrigðisþjónustu. Lýðheilsuþingið er haldið undir sömu formerkjum og heilbrigðisþingin sem haldin hafa verið árlega frá árinu 2018 þegar gildandi heilbrigðisstefna til ársins 2030 var í mótun.
26. október 2022
Embætti landlæknis stendur um þessar mundir fyrir viðamikilli rannsókn á heilsu og líðan landsmanna. Leitað hefur verið til 17 þúsund einstaklinga og þeir beðnir um að svara rafrænum spurningalista.
25. október 2022
Undanfarinn mánuð hafa mörg ESB/EES ríki tilkynnt til sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) aukningu á COVID-19 sjúkrahússinnlögnum, einnig gjörgæslu, auk aukningu á tíðni smita.
24. október 2022
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á sóttvarnasviði með áherslu á gerð viðbragðsáætlana, framkvæmd þeirra og æfinga.
13. október 2022
Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu gegn barnaveiki og mænusótt fyrir öll ferðalög erlendis, fyrir 24 ára og eldri sem ekki hafa fengið slíkar bólusetningar á sl. 10 árum.
12. október 2022
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð 2023 og er frestur til að sækja um styrki til 15. nóvember 2022