Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Úttekt á réttar- og öryggisgeðdeildum Landspítala

1. nóvember 2022

Gerð var úttekt á réttar- og öryggisgeðdeildum (RÖG) Landspítala að frumkvæði embættis landlæknis. Tilefni úttektarinnar var að fylgja eftir framvindu mála og úrbótum í kjölfar erindis sem embættinu barst í lok nóvember 2020 frá Geðhjálp.

Úttekt. Réttar- og öryggisgeðdeildir Landspítala mynd

Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007 ber embætti landlæknis að fylgjast með gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að umbótum.

Gerð var úttekt á réttar- og öryggisgeðdeildum (RÖG) Landspítala að frumkvæði embættis landlæknis. Tilefni úttektarinnar var að fylgja eftir framvindu mála og úrbótum í kjölfar erindis sem embættinu barst í lok nóvember 2020 frá Geðhjálp. Í erindi Geðhjálpar var komið á framfæri áhyggjum og ábendingum sem Geðhjálp höfðu borist frá nokkrum þáverandi og fyrrverandi starfsmönnum.

Þessar ábendingar tengdust að mestu mannauðsmálum á deildunum. Þrátt fyrir að slík mál heyri ekki undir eftirlit embættis landlæknis geta slík mál haft áhrif á líðan, gæði meðferðar og öryggi notenda þjónustunnar og tekur embætti landlæknis slíkum ábendingum því alltaf alvarlega.

Í þessari úttekt var sjónum beint að núverandi stöðu mála og horft til framtíðar. Úttektin tók til atriða er varða stefnumörkun, stjórnun, þjónustu, starfshætti, gæðastarf, öryggismenningu og mönnun á RÖG. Embættið þakkar stjórnendum og starfsfólki réttar- og öryggisgeðdeilda góða samvinnu við úttektina.

Embættið beinir nokkrum tilmælum til Landspítala. Þau taka meðal annars til þess að gerðar verði úrbætur á húsnæði deildanna og að það verði batahvetjandi og að unnið verði markvisst samkvæmt Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðissþjónustu 2019-2030.

Frekari upplýsingar veitir:
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartanh@landlaeknir.is