Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
5. febrúar 2018
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Suður-Kóreu dagana 9.–25. febrúar 2018. Ólympíuleikar fatlaðra verð haldnir þar í kjölfarið dagana 9.–18. mars 2018.
1. febrúar 2018
Talnabrunnur, fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er kominn út á vef Embættis landlæknis.
Í síðustu viku (4. viku) greindist 41 einstaklingur með inflúensu sem er aukning borið saman við vikuna á undan. Mesta aukningin var af inflúensu B, en hún var staðfest hjá 29 einstaklingum.
Starfshópur sem skipaður var af fyrrverandi heilbrigðisráðherra hefur nú skilað tillögum um aðgerðir til að stemma stigu við vaxandi útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi.
30. janúar 2018
Í fyrsta kafla skýrslu OECD Health at a Glance 2017 er varpað ljósi á stöðu OECD landanna hvað varðar heilbrigði og árangur heilbrigðiskerfisins.
Í Fréttablaðinu þann 15. janúar síðastliðinn var því haldið fram að lög um aldurstakmörk við ófrjósemisaðgerðir væru ekki virt þegar um karlmenn væri að ræða.
29. janúar 2018
Nú hafa verið dregnir út aukavinningar í verkefninu Tóbakslaus bekkur sem fer fram árlega meðal nemenda 7., 8., og 9. bekkinga á landinu.
Upptökur málþings Heilsueflandi grunnskóla sem haldið var í nóvember, er nú hægt að nálgast á vef verkefnisins.
22. janúar 2018
Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 29. janúar-2.febrúar 2018 með skilaboðum til landsmanna um að huga betur að tannheilsunni og leggja enn meiri áherslu á góða tannhirðu.
Aðeins færri greindust með staðfesta inflúensu í þriðju viku ársins borið saman við vikuna á undan.