Vegna fréttar á Stöð 2 í gærkvöldi, um sjálfsávísanir lækna, vill Embætti landlæknis árétta að sjálfsávísanir lækna eru heimilar skv. lögum og eru undir sérstöku eftirliti. Árið 2018 ávísaðu 564 læknar ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig en í langflestum tilvikum var það í litlu magni og/eða átti sér eðlilegar skýringar.