16. apríl 2025
Staða strandveiðiumsókna
Það hefur verið mikið að gera hjá starfsfólki Fiskistofu við að svara þeim fjölda erinda sem borist hafa vegna strandveiða.
Ekki hefur náðst að svara öllum erindum nú í lok síðasta vinnudags fyrir páskafrí. Villa kom upp í umsóknarkerfinu og hefur valdið því að einhverjar umsóknir eða greiðslur komust ekki í gegn en unnið er að úrbótum. Við biðjum þá aðila sem þetta hefur haft áhrif á að reyna að sækja um aftur yfir páskana og ef umsóknin fer ekki í gegn, senda þá tölvupóst á fiskistofa@fiskistofa.is til að hægt sé að vinna umsókn.
Athugið
Sækja þarf um fyrir miðnætti þann 22. apríl, þrátt fyrir að skip uppfylli ekki öll skilyrði.
Að uppfylltum öllum skilyrðum er leyfið gefið út og sent í stafrænt pósthólf útgerðaraðila á Ísland.is.
Sá aðili sem er meirihluta eigandi í skips, með að lágmarki 50,01 % eignarhald þarf að vera um borð í hverri veiðiferð.
Breytingar á eiganda/útgerð og haffæri
Breytingar á eiganda/útgerð skips hjá Samgöngustofu uppfærast ekki sjálfkrafa í skipaskrá Fiskistofu
Báturinn kemur því ekki upp undir „mín skip“ inná Ísland.is
Senda þarf upplýsingar um eigandaskipti / breyting á útgerðaraðild fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 22. apríl svo hægt sé að uppfæra skráningu hjá Fiskistofu.
Skráning meirihlutaeiganda skips og haffæri uppfærist sjálfkrafa í umsóknarkerfinu eftir að Samgöngustofa og Skatturinn hafa uppfært upplýsingarnar
Við biðjum umsækjendur að sýna þolinmæði og skilning, óskum þess jafnframt að aðilar beini spurningum og erindum á póstfangið fiskistofa@fiskistofa.is þar sem mikið álag á síma tefur fyrir allri afgreiðslu.