Fiskistofa leitar að tveimur áreiðanlegum og öflugum einstaklingum til starfa í sjóeftirliti í sumar.
Starfið felst eingöngu í verkefnum á sjó og hentar sérstaklega þeim sem hafa reynslu af sjómennsku og eru tilbúnir að vinna í krefjandi og fjölbreyttum aðstæðum. Um er að ræða tímabundin störf frá júní til ágústloka 2025.