
Þjónustuaðili
Fiskistofa
Upplýsingar um starf
Starf
Sumarafleysing - sjóeftirlit og gagnaöflun
Staðsetning
Norðurland eystra
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
16.04.2025
Umsóknarfrestur
06.05.2025
Sumarafleysing - sjóeftirlit og gagnaöflun
Fiskistofa leitar að tveimur áreiðanlegum og öflugum einstaklingum til starfa í sjóeftirliti í sumar. Starfið felst eingöngu í verkefnum á sjó og hentar sérstaklega þeim sem hafa reynslu af sjómennsku og eru tilbúnir að vinna í krefjandi og fjölbreyttum aðstæðum. Um er að ræða tímabundin störf frá júní til ágústloka 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í eftirlitsferðum með fiskiskipum í íslenskri efnahagslögsögu.
Skráning gagna, lengdarmælingar og kvörnun.
Samræming við skráningar í afladagbækur og mat á aðstæðum til að leggja til lokanir veiðisvæða.
Önnur tilfallandi verkefni á vettvangi sjóeftirlits.
Hæfniskröfur
Sjóreynsla er skilyrði.
Reynsla af vinnu um borð í vinnsluskipum er kostur.
Góð færni í skráningu og meðhöndlun gagna.
Góð íslenskukunnátta kostur.
Góð líkamleg og andleg heilsa; geta til að vinna í lengri sjóferðum.
Nákvæmni, sjálfstæði og fagmennska í störfum.
Hreint sakavottorð.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Staðsetning: Starfið verður að mestu á sjó, en starfsstöð verður á Akureyri.
Sótt er um á vef Starfatorg.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum
Öllum umsóknum verður svarað um leið og ráðið hefur verið í starfið.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.05.2025
Nánari upplýsingar veitir
Þórarinn Sigurður Traustason, thorarinn.s.traustason@fiskistofa.is
Sími: 5697900

Þjónustuaðili
Fiskistofa
Upplýsingar um starf
Starf
Sumarafleysing - sjóeftirlit og gagnaöflun
Staðsetning
Norðurland eystra
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
16.04.2025
Umsóknarfrestur
06.05.2025