Fara beint í efnið
Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Veiði á Pollinum við Akureyri

20. júní 2024

Af gefnu tilefni vill Fiskistofa benda á að Pollurinn við Akureyri er á ósasvæði Eyjafjarðarár.

viti

Veiði laxfiska á Pollinum við Akureyri er því samkvæmt ósamati innan umdæmis Veiðifélags Eyjafjarðarár. Veiði er því háð leyfi veiðifélagsins og þeim reglum sem veiðifélagið setur um veiðina í nýtingaráætlun.

Allar upplýsingar um veiðileyfi fyrir laxfiska í Pollinum frá landi má nálgast hjá Veiðifélagi Eyjafjarðarár.

Athugið að:

  • Reglur Veiðifélags Eyjafjarðarár heimila ekki veiði á göngusilungi úr báti á Pollinum.

  • Veiðifélag Eyjafjarðarár gerir þá kröfur til veiðimanna í þeirra umdæmi að sleppa skuli allri bleikju sem veiðist.

Þessar aðgerðir eru taldar nauðsynlegar með tilliti til stöðu bleikjustofns árinnar og í samræmi við tilmæli í umsögn Hafrannsóknastofnunar vegna fram lagðrar nýtingaráætlunar Veiðifélags Eyjafjarðarár fyrir sjóbleikju.