Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umframafli á strandveiðum í maí

28. júní 2023

Fiskistofa hefur lagt á gjald vegna umframafla á strandveiðum í maí 2023.

Strandveiði mynd - Fiskistofa

Reikningar vegna álagningarinnar hafa hins vegar ekki verið gefnir út eins og kemur fram í ákvörðun um álagninguna. Reikningarnir eru því ekki orðnir aðgengilegir á Ísland.is, né er hægt að greiða gjaldið í heimabanka að svo stöddu. Úr því verður bætt í byrjun júlí.

Við vekjum einnig athygli á að veiðigjald verður lagt á 29. júní og birtast kröfurnar í heimabanka og reikningar á Ísland.is.