Túnfiskur sem meðafli
24. júní 2024
Túnfiskur getur veiðst sem meðafli í uppsjávarveiðum því viljum við vekja athygli á að það þarf að tilkynna allan túnfiskafla til Fiskistofu sem fyrst.
Túnfiskmeðafli reiknast af túnfiskkvóta Íslands og er allur túnfiskur tilkynningaskyldur til ICCAT, Alþjóðaráðsins um varðveislu Atlantshafstúnfisks.
Upplýsingar um túnfisk sem meðafla sendast á eyðublaði fyrir túnfiskafla á fiskistofa@fiskistofa.is.