Brotinn hlekkur á tilkynningar frá Fiskistofu á Ísland.is
3. september 2024
Ógildur hlekkur á skjali frá Fiskistofu í stafrænu pósthólfi Ísland.is.
Fiskistofa vill vekja athygli á því að á vefnum Ísland.is eru tilkynningar frá stofnuninni þar sem ekki hefur tekist að sækja gögn vegna brotinna hlekkja. Þetta stafar af því að tilkynning um úthlutun aflamarks var send út tvisvar, en aðeins önnur tilkynningin inniheldur gildan hlekk á viðkomandi skjal Fiskistofu. Unnið er að því að leysa málið, og biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.