Fara beint í efnið
Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Sérveiðileyfi 2023/2024

17. ágúst 2023

Vakin er athygli á því að sækja þarf sérstaklega um öll sérveiðileyfi fyrir hvert fiskveiðiár. Núgildandi sérleyfi falla úr gildi þann 31. ágúst næstkomandi.

fiskistofa strandveiði mynd

Sótt er um leyfin í stafrænu umsóknarkerfi í samvinnu við Ísland.is.

Ekki verður lengur hægt að sækja um veiðileyfi í gegnum Uggann en ef aðilar lenda í vandræðum með umsóknarferlið er hægt að fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á fiskistofa@fiskistofa.is.

Eftirtalin leyfi eru þau sem sækja þarf um sérstaklega:

Með umsókn um stjörnumerkt leyfi skal fylgja samningur um vinnslu í landi eða jafngild yfirlýsing þegar um eigin vinnslu er að ræða.  Í báðum tilfellum þarf staðfesting frá MAST að fylgja um að viðkomandi vinnsla hafi gilt vinnsluleyfi frá MAST.