Samþjöppun aflahlutdeilda
4. janúar 2023
Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila og lögaðila.
Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila og lögaðila. Samkvæmt gögnum Fiskistofu fer ekkert einstaka félag eða einstaklingur yfir 12% leyfilegt heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda.
Eftirfarandi fyrirtæki eru stærst í aflamarkskerfinu:
Brim hf. 11,34%
Samherji Ísland ehf. 7,27%
Síldarvinnslan hf. 6,87%
Eftirfarandi fyrirtæki eru stærst í krókaaflamarkskerfinu:
Grunnur ehf. 4,7%
Jakob Valgeir ehf. 4,12%
Stakkavík ehf. 4,06%
Samantektin nær ekki yfir samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu tengdra aðila þar sem sá þáttur er í vinnslu hjá stofnuninni.