Persónuupplýsingar í birtum ákvörðunum
11. apríl 2025
Persónuvernd kvað nýlega upp úrskurð um birtingu persónuupplýsinga í ákvörðunum Fiskistofu.

Samkvæmt úrskurðinum mega ákvarðanir Fiskistofu innihalda persónuupplýsingar þegar birting þeirra byggir á lagafyrirmælum, úrskurðinn er hægt að nálgast á heimasíðu Persónuverndar.
Fiskistofa hefur frá árinu 2022 birt allar ákvarðanir um sviptingar veiðileyfa og afturköllun vigtunarleyfa. Birting ákvarðana stuðlar að gagnsæi í störfum Fiskistofu, fyrirsjáanleika fyrir þá sem starfa í greininni og veitir bæði Fiskistofu og hagaðilum greinarinnar tilhlýðilegt aðhald.
Í ársskýrslu Fiskistofu geta áhugasamir kynnt sér nánar tölulegar upplýsingar um ákvarðanir brotamála