Þessi frétt er meira en árs gömul
Opnað fyrir strandveiðiumsóknir
26. apríl 2022
Reglugerð um strandveiðar 2022 hefur verið gefin út.

Reglugerð um strandveiðar 2022 hefur verið gefin út.
Búið er að opna fyrir strandveiðiumsóknir í Ugga.
Fyrsti dagur strandveiða verður mánudaginn 2. maí. Til að hefja strandveiðar þann dag þarf umsókn að hafa borist Fiskistofu fyrir kl.13:30, 29.apríl og greiðsluseðill greiddur fyrir 21:00 sama dag.
Nánari upplýsingar um strandveiðar má finna hér
Eins og áður þarf að skila með rafrænum hætti aflaupplýsingum til Fiskistofu. Auk Fiskistofu eru tveir aðilar að bjóða upp á rafræna skil www.aflarinn.is og www.hafsyn.is.