Nýtt veiðivottorðakerfi
26. febrúar 2025
Fiskistofa hefur þróað nýtt kerfi fyrir útgáfu veiðivottorða.


Nýja kerfið er aðgengilegt á vefslóðinni https://vottord.fiskistofa.is og þar geta útflytjendur sjávarafurða útbúið öll veiðivottorð sem ekki eru útbúin með XML skrám.
Innskráning í kerfið fer fram í gegnum Ísland.is. Aðrir en prókúruhafar lögaðila þurfa sérstakt umboð sem sótt er um í umboðskerfi stafræns Íslands.
Fiskistofa mun reka bæði eldra og nýja veiðivottorðakerfið þar til hægt verður að hlaða inn XML skrám í nýja kerfið en við viljum þó hvetja notendur til að nýta sér nýja kerfið eins og hægt er.