Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Nýr GAFL

5. mars 2025

Fyrsta útgáfa nýs aflaskráningarkerfis Fiskistofu, GAFL – Gagnagrunnur Fiskistofu og Löndunarhafna, var gefin út 5. febrúar síðast liðinn.

Skip að landa við höfn mynd - Fiskistofa

Nýja kerfið er í notendavænu viðmóti sem gerir skráningarferlið einfaldara og meira leiðandi sem tryggir betri upplifun fyrir notendur. Kerfið býður upp á ýmsar gagnlegar nýjungar auk þess að vera auðveldara í viðhaldi og aðlögun að þörfum notenda.

Allar hafnir landsins hafa fengið aðgang að nýja kerfinu og eru fyrstu viðbrögð notenda jákvæð. Fiskistofu hafa borist gagnlegar ábendingar sem teknar verða til greina í áframhaldandi þróun á kerfinu með það að leiðarljósi að gera kerfið enn betra.