Niðurstöður eftirlits með endurvigtun með tilliti til íshlutfalls
7. febrúar 2025
Fiskistofa hefur birt niðurstöður eftirlits með endurvigtun með tilliti til íshlutfalls hjá þeim vigtunarleyfishöfum sem sættu eftirliti frá 1. janúar 2024.


Skýrslan ásamt leiðbeiningum um úrlestur á henni hefur verið birt hér á heimasíðunni undir liðnum tölulegar samantektir.
Fjöldi vigtunarleyfishafa á Íslandi er nokkuð stöðugur ár frá ári og var árið 2024 engin undantekning.
Fjöldi vigtunarleyfishafar árið 2024:
79 endurvigtunarleyfishafar
17 heimavigtunarleyfishafar
Séu veruleg frávik á íshlutfalli í afla skips miðað við meðaltalsíshlutfall skipsins í fyrri löndunum er Fiskistofu heimilt að fylgjast með vigtun hlutaðeigandi vigtunarleyfishafa í allt að sex vikur.
6 leyfishafar sættu 6 vikna eftirliti vegna frávika á íshlutfalli í fyrri löndunum áður en eftirlitsmenn Fiskistofu stóðu yfir endurvigtun.