Fara beint í efnið
Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Framkvæmd úthlutunar og millifærsla aflamarks um fiskveiðiáramót

17. ágúst 2023

Nýtt fiskveiðiár hefst þann 1. september og viljum við hvetja aðila til að kynna sér framkvæmd á úthlutun og millifærslum komandi fiskveiðiárs.

fiskistofa fiskar i neti mynd

Nýtt fiskveiðiár hefst þann 1. september.  Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2023/2024 og almannaksárið 2024 var birt í stjórnartíðindum 14. ágúst 2023. 

Úthlutun 

Aflamarki verður úthlutað til skipa sem eru með aflahlutdeildir í tegundum sem fylgja fiskveiðiárinu en í deilistofnum um áramót. Tilkynningar um úthlutun aflamarks verða sendar í stafrænt pósthólf útgerða á Ísland.is. 

Millifærslur aflamarks 

Fiskistofa vekur athygli á því að fyrsta hálfa mánuð nýs fiskveiðiárs verður hægt að færa aflamark milli skipa bæði vegna fiskveiðiársins 2022/2023 og fiskveiðiársins 2023/2024. Millifærslur sem gerðar eru í rafræna millifærslukerfinum fram til 16. september gilda fyrir aflamark sem úthlutað var fyrir fiskveiðiárið 2022/2023. 

Athugið

  • Aflafærslur sem eiga að gilda fyrir nýtt fiskveiðiár þarf að senda á millifaerslur@fiskistofa.is á þar til gerðu eyðublaði eftir því hvort um millifærslu á krókaaflamarki eða aflamarki er að ræða.

  • Tekið er gjald fyrir aflamarksfærslu í samræmi við gjaldskrá stofnunarinnar. 

  • Frá og með 16. september verður hægt að millifæra aflamark í gegnum rafræna kerfið fyrir fiskveiðiárið 2023/2024. 

  • Taka skal fram á eyðublaði sem sent er til Fiskistofu fyrir hvort aflamarksfærslan eigi að taka gildi á árinu 2022/2023 eða 2023/2024.