Fara beint í efnið
Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Fiskistofa og Landhelgisgæslan undirrita samvinnu- og samstarfssamning

23. júní 2023

Fiskistofustjóri og forstjóri Landhelgisgæslunnar undirrituðu samninginn í starfsstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í gær.

Fiskistofa - Georg og Ögmundur

Samningurinn gildir til 5 ára og með honum hefur árangursríkt samstarf stofnananna verið formfest og undirstrikar vilja beggja aðila til að efla samstarf sín á milli í tengslum við eftirlit með fiskveiðum.

Samningnum er meðal annars ætlað að samhæfa viðbrögð, markmið og áherslur í tengslum við fiskveiðieftirlit. Einnig er markmið samningsins að sjá til þess að öflun og miðlun upplýsinga milli stofnana sé markviss og reglubundin og að til staðar séu samhæfðar aðgerðaráætlanir.

Það verður áhugavert og skemmtilegt verkefni að efla og þróa áfram samstarfið. Nýta tækniframfarir og reynslu starfsfólks beggja stofnana til sameiginlegra verkefna er snúa að verndun og viðhaldi á helstu auðlind þjóðarinnar.