Fara beint í efnið
Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Brottkastmál 2022

3. febrúar 2023

Á árinu 2022 lauk Fiskistofa meðferð 27 brottkastmála með ákvörðun um viðurlög, 18 áminningar og 9 veiðileyfissviptingar.

Brottkastmál 2022

Tvö skip voru svipt leyfi í viku og fimm skip svipt leyfi í tvær vikur. Þá voru brot tveggja skipa talin meiriháttar og voru hlutaðeigandi skip svipt leyfi annars vegar í fjórar vikur og hins vegar í átta vikur. Voru þau mál jafnframt kærð til lögreglu.

Í öllum tilvikum höfðu veiðieftirlitsmenn Fiskistofu eftirlit með veiðum skipanna með drónum. Brotamálum vegna brottkasts hefur fjölgað mjög eftir að drónar voru teknir í notkun hjá Fiskistofu árið 2021.

Fiskistofa birtir ákvarðanir um sviptingu veiðileyfa skv. lögum um Fiskistofu. Stuðlar birtingin að gagnsæi í störfum Fiskistofu sem og fyrirsjáanleika fyrir þá sem starfa í greininni og er til þess fallin að auka varnaðaráhrif ákvarðana Fiskistofu.