Breytingar á reglum um strandveiðar
8. apríl 2025
Verið er að uppfæra kerfi Fiskistofu í samræmi við breytingar á relgugerð um strandveiðar og í framhaldi verður opnað fyrir umsóknir eftir hádegi á morgun, miðvikudaginn 9. apríl.

Sótt verður um í gegnum umsóknargátt og gildir reglugerð um strandveiðar ásamt reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um strandveiðar um veiðarnar.
Helstu breytingar
Umsóknafrestur til að sækja um strandveiðileyfi er til 22. apríl ár hvert, ekki er hægt að sækja um eftir þann tíma.
Einn einstaklingur þarf að eiga, beint eða óbeint í gegnum lögaðila, meira en 50% eignarhlut í skipi.
Sá aðili sem á meira en 50% í skipinu þarf að vera lögskráður á skipið og um borð í hverri veiðiferð.
Athugið
Eignarhald skips ræðst af skráningu í skipaskrá Samgöngustofu.
Eignarhald lögaðila miðast við skráningu raunverulegs eiganda hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.
Í ljósi þess hversu seint reglugerðin kom út verður hægt að sækja um strandveiðileyfi fyrir þetta strandveiðitímabil þó svo skilyrði um eignarhald og haffæri séu ekki uppfyllt.
Leyfið verður veitt þegar skilyrði hafa verið uppfyllt.
Mikið álag er á starfsmönnum stofnunarinnar og beinum við því til aðila að senda tölvupóst á fiskistofa@fiskistofa.is vegna erinda er varða strandveiðar.