Auknar aflaheimildir til strandveiða
27. júní 2024
Matvælaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð upp á 2.000 tonna aukningu aflaheimilda í þorski á yfirstandandi strandveiðitímabili.
Með aukningunni verður heildarráðstöfun í þorski til strandveiða því 12.000 tonn í stað 10.000 tonna.
Upplýsingar um stöðu strandveiða hafa nú þegar verið uppfærðar á gagnasíðum Fiskistofu með tilliti til þessara breytinga.