Prentað þann 23. nóv. 2024
1655/2021
Reglugerð um fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2022.
1. gr.
Frítekjumörk (tekjumörk) bóta samkvæmt lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2022:
frítekjumark kr. | efra tekjumark kr. | ||
a. | Vegna fjármagnstekna skv. a-lið 2. mgr. 16. gr. | 98.640 | |
b. | Tekjutrygging vegna atvinnutekna | ||
skv. ákvæði til bráðabirgða | 1.315.200 | ||
c. | Ellilífeyrir, almennt skv. 3. málsl. 1. mgr. 23. gr. | 300.000 | 7.720.560 |
d. | Ellilífeyrir, vegna atvinnutekna | ||
skv. 4. málsl. 1. mgr. 23. gr. | 2.400.000 | ||
e. | Hálfur ellilífeyrir skv. 2. mgr. 23. gr. | 3.900.000 | 7.610.293 |
f. | Hálfur ellilífeyrir, vegna atvinnutekna | 2.400.000 | |
g. | Örorkulífeyrir skv. 5. mgr. 18. gr. | 2.575.220 | 8.316.784 |
h. | Örorkustyrkur skv. 1. mgr. 19. gr. | 2.575.220 | 8.234.565 |
i. | Örorkustyrkur skv. 2. mgr. 19. gr. | 2.575.220 | 8.316.784 |
j. | Aldurstengd örorkuuppbót (100%) | ||
skv. 1. mgr. 21. gr. | 2.575.220 | 8.316.784 | |
k. | Tekjutrygging vegna lífeyrissjóðstekna | ||
skv. 3. mgr. 22. gr. | 328.800 | ||
l. | Ráðstöfunarfé skv. 3. málsl. 7. mgr. 48. gr. | 1.542.148 |
2. gr.
Frítekjumörk (tekjumörk) bóta samkvæmt lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2022:
frítekjumark kr. | efra tekjumark kr. | |||
a. | Endurhæfingarlífeyrir skv. 1. mgr. 7. gr. | 2.575.220 | 8.316.784 | |
b. | Heimilisuppbót, almennt skv. 2. mgr. 8. gr. | 300.000 | 7.390.790 | |
c. | Heimilisuppbót, vegna atvinnutekna skv. 2. mgr. 8. gr. | 2.400.000 | ||
d. | Heimilisuppbót með hálfum ellilífeyri | 3.900.000 | 7.445.445 | |
e. | Sérstök uppbót skv. 2. mgr. 9. gr.: | |||
i. | Til lífeyrisþega sem fær greidda heimilisuppbót | 351.920 | ||
ii. | Til lífeyrisþega sem fær ekki greidda heimilisuppbót | 279.886 |
3. gr.
Tekjumörk bóta samkvæmt reglugerð nr. 1200/2018, um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2022:
efra tekjumark kr. | ||
Frekari uppbætur skv. 11. gr. | 3.317.181 |
4. gr.
Frítekjumark: Með frítekjumarki er í reglugerð þessari átt við fjárhæð tekna á ári sem ekki hefur áhrif á bætur.
Efra tekjumark: Með efra tekjumarki er í reglugerð þessari átt við fjárhæð tekna á ári sem veldur því að bætur falla niður.
5. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 69. gr., laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 14. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2022. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1332/2020, um fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2021.
Félagsmálaráðuneytinu, 29. desember 2021.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra.
Gunnhildur Gunnarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.