Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Breytingareglugerð

1587/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð um verðbréfaréttindi, nr. 1125/2021.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "tveggja klukkustunda á ári og samtals sex klukkustunda á hverju þriggja ára tímabili og skulu að lágmarki fjórar klukkustundir vera staðfestanlegar" í 1. málsl. kemur: sex klukkustunda á hverju þriggja ára tímabili sem skulu vera staðfestar.
  2. Við 2. málsl. bætist: og skal að lágmarki tveimur klukkustundum varið í endurmenntun um lög og reglur á fjármálamarkaði, sbr. 1. tölul. 2. mgr. sömu greinar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 41. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. desember 2022.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Guðmundur Kári Kárason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.