Prentað þann 22. nóv. 2024
1411/2023
Reglugerð um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2024.
1. gr.
Fjárhæðir bóta samkvæmt lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og greiðslur samkvæmt 42. gr. sömu laga, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2024:
Lífeyristryggingar | kr. á mánuði | kr. á ári |
Ellilífeyrir, skv. 21. gr. | 333.194 | 3.998.328 |
Hálfur ellilífeyrir, skv. 21. gr. | 166.597 | 1.999.164 |
Örorkulífeyrir, skv. 26. gr. | 63.020 | 756.240 |
Örorkustyrkur, skv. 1. mgr. 27. gr. | 46.588 | 559.056 |
Örorkustyrkur, skv. 2. mgr. 27. gr. | 63.020 | 756.240 |
Tekjutrygging, skv. 2. mgr. 28. gr. | 201.807 | 2.421.684 |
Aldursviðbót (100%), skv. 29. gr. | 63.020 | 756.240 |
Barnalífeyrir, skv. 6. mgr. 40. gr. | 46.147 | 553.764 |
Annað | kr. á dag | kr. á mánuði | kr. á ári |
Ráðstöfunarfé, skv. 3. mgr. 38. gr. | 100.020 | 1.200.240 | |
Dagpeningar utan stofnunar, skv. 4. mgr. 38. gr. | 4.858 | ||
Fyrirframgreiðsla meðlags, skv. 1. mgr. 42. gr. | 46.147 | 553.764 |
2. gr.
Fjárhæðir bóta samkvæmt lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2024:
kr. á mánuði | kr. á ári | |
Mæðra- og feðralaun með tveimur börnum, skv. 2. mgr. 2. gr. | 13.361 | 160.332 |
Mæðra- og feðralaun með þremur börnum | ||
eða fleiri, skv. 2. mgr. 2. gr. | 34.734 | 416.808 |
Barnalífeyrir, skv. 3. gr. | 46.147 | 553.764 |
Umönnunargreiðslur (100%), skv. 1. mgr. 4. gr. | 249.690 | 2.996.280 |
Makabætur og umönnunarbætur (80%), skv. 5. gr. | 211.859 | 2.542.308 |
Dánarbætur, skv. 1. mgr. 6. gr. | 68.736 | 824.832 |
Dánarbætur, skv. 2. mgr. 6. gr. | 51.490 | 617.880 |
Endurhæfingarlífeyrir, skv. 3. mgr. 7. gr. | 63.020 | 756.240 |
Heimilisuppbót, skv. 2. mgr. 8. gr. | 84.197 | 1.010.364 |
Heimilisuppbót, skv. 3. mgr. 8. gr. | 68.213 | 818.556 |
Uppbót vegna reksturs bifreiðar, skv. 10. gr. | 23.293 | 279.516 |
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 63. gr, sbr. 62. gr. laga um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 14. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2024. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 690/2023, um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2023.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 18. desember 2023.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.