Fara beint í efnið

Prentað þann 27. des. 2024

Breytingareglugerð

1348/2023

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

1. gr.

Í viðauka við reglugerðina bætist við nýr töluliður sem orðast svo:

4 a. Brennur stærri en 100 m³.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 1. tölul. 4. gr. og 1. og 20. tölul. 5. gr. laganna. Reglugerðin er sett að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. laga nr. 7/1998. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 29. nóvember 2023.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.