Prentað þann 23. nóv. 2024
1331/2020
Reglugerð um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2021 samkvæmt lögum nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.
1. gr.
Fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks samkvæmt lögum nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2021:
- Hámarksfjárhæð skv. 3. mgr. 11. gr. skal nema 892.826 kr. á mánuði.
- Greiðsla til foreldris í námi skv. 14. gr., sbr. 1. mgr. 16. gr., skal nema 250.431 kr. á mánuði.
- Grunngreiðsla skv. 1. mgr. 19. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., skal nema 250.431 kr. á mánuði.
- Barnagreiðslur skv. 1. mgr. 21. gr. laganna skulu nema 36.845 kr. á mánuði.
- Sérstakar barnagreiðslur skv. 2. mgr. 21. gr. laganna skulu nema 10.667 kr. á mánuði vegna tveggja barna og 27.733 kr. á mánuði vegna þriggja barna.
- Frítekjumark skv. 2. mgr. 22. gr. skal vera 86.301 kr. á mánuði.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 10. mgr. 11. gr., 3. mgr. 16. gr., 4. mgr. 20. gr., 4. mgr. 21. gr. og 2. mgr. 22. gr., sbr. 31. gr., laga nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2021. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1126/2019, um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2020 samkvæmt lögum nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.
Félagsmálaráðuneytinu, 21. desember 2020.
Ásmundur Einar Daðason.
Gunnhildur Gunnarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.