Prentað þann 23. nóv. 2024
1278/2021
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 747/2018 um starfsemi slökkviliða.
1. gr.
Eftirfarandi orðskýring bætist við 2. gr. reglugerðarinnar í viðeigandi stafrófsröð:
Skilgreint skipulag: Skipulag mönnunar slökkviliðs sem skilgreint er og rökstutt í brunavarnaáætlun sem samþykkt er af viðkomandi sveitarstjórn og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
2. gr.
Í stað orðsins "Mannvirkjastofnun" í 1. og 4. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur í viðeigandi beygingarmynd: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
3. gr.
2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri eða stjórnandi sem uppfyllir hæfniskröfur viðkomandi slökkviliðs skal ávallt vera á vakt eða á bakvakt og til staðar á starfssvæði slökkviliðsins.
4. gr.
Í stað "17. gr." í 2. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar kemur: 15. gr.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "föstu" í b- og c-lið 1. mgr. kemur: skilgreindu.
- Á eftir orðinu "útkallseining" í 2. mgr. kemur: , nema sýnt sé fram á annað í brunavarnaáætlun.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar:
- Tilvísunin "sbr. 23. gr." fellur brott.
- Í stað "18. gr." kemur: 16. gr.
7. gr.
Á eftir orðunum "útkallseining (4-7 manns eftir þjónustuflokki)" í 3. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar bætist: sbr. þó undantekningu í 4. mgr. 6. gr., c-lið 1. mgr. 15. gr. og 2. mgr. 15. gr.
8. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 11. og 39. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir öðlast þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytinu, 15. nóvember 2021.
Ásmundur Einar Daðason.
Gissur Pétursson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.