Fara beint í efnið

Prentað þann 27. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 19. mars 2022

1174/2021

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 572/2021, um heimild færeyskra skipa til síldveiða við Ísland á árinu 2021.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Færeyskum skipum er óheimilt að stunda síldveiðar á svæði sunnan 67°00,00´N og vestan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 67°00,00´N - 013°19,00´V
  2. 66°42,00´N - 012°50,00´V
  3. 66°06,00´N - 011°33,00´V
  4. 65°27,00´N - 011°24,00´V
  5. 65°00,00´N - 011°28,00´V
  1. 64°32,30´N - 011°41,00´V
  2. 64°21,70´N - 012°17,30´V
  3. 64°00,00´N - 013°07,00´V
  4. 63°43,00´N - 014°00,00´V

og þaðan réttvísandi í 180° að mörkum efnahagslögsögunnar.

Færeysk veiðiskip skulu hlíta þeim takmörkunum sem síldveiðum eru settar í sérstökum reglugerðum eða skyndilokunum.

Stundi færeysk skip síldveiðar fyrir sunnan 67°00,00´N og vestan 011°24,00´V skal skipstjóri taka sýni úr afla. Sýni skulu tekin úr hverju kasti eða togi og skal sýnatakan framkvæmd fyrir stærðarflokkun afla og framkvæmd þannig að tekið skal eitt 50 sílda sýni úr hverju kasti eða togi. Hvert sýni skal aðgreint til tegunda svo unnt sé að greina íslenska sumargotssíld frá norsk-íslenskri síld í samræmi við kynþroskastig. Frosnum aflasýnum skal komið til Havstovan í Þórshöfn í Færeyjum. Skipstjóri skal skrá hlutfall síldartegunda í afladagbók.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. október 2021.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.