Prentað þann 27. des. 2024
1084/2011
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 71/2011 um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara.
1. gr.
2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Leitar- og björgunarsvæðið afmarkast af eftirfarandi hnitum:
73°00,0´N 020°00,0´V,
73°00,0´N 000°00,0´A/V,
61°00,0´N 000°00,0´A/V,
61°00,0´N 030°00,0´V,
58°30,0´N 030°00,0´V,
58°30,0´N 043°00,0´V,
63°30,0´N 039°00,0´V,
70°00,0´N 020°00,0´V,
73°00,0´N 020°00,0´V.
2. gr.
Á eftir 4. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein sem verður 5. mgr. sem orðast svo:
Landhelgisgæslan ber ábyrgð á stjórnun leitar og björgunar á norðurslóðum í samræmi við ákvæði alþjóðasamnings aðildarríkja Norðurskautsráðsins um samstarf við leit og björgun á hafi og í lofti á norðurslóðum (Agreement on Cooperation on Aeronautical and Maritime Search and Rescue in the Arctic). Landhelgisgæslan skal veita öðrum aðildarríkjum samningsins þá aðstoð og þær upplýsingar sem þau óska í tengslum við leit og björgun á svæðinu í samræmi við ákvæði samningsins, lög um Landhelgisgæslu Íslands, lög um loftferðir, siglingalög sem og reglugerðir settar á grundvelli þeirra. Höfð skal samvinna við aðildarríki samningsins svo sem um þjálfun og æfingar við leit og björgun í samræmi við ákvæði samningsins. Björgunarmiðstöð sjófarenda og loftfara (JRCC-Ísland) telst vera samhæfingarmiðstöð björgunar (Rescue Coordination Center) á grundvelli samningsins og ber ábyrgð á verkefnum í tengslum við leit og björgun á svæðinu, í umboði Landhelgisgæslunnar og í samræmi við ákvæði samningsins. Landhelgisgæslan ber ábyrgð á því að upplýsa og virkja þá aðila aðra sem koma þurfa að leit og björgun á svæðinu svo sem viðeigandi lögregluyfirvöld, björgunarsveitir, rekstraraðila flugvallar, Flugmálastjórn Íslands og Siglingastofnun Íslands eftir atvikum.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 13. gr., sbr. 28. gr. laga um Landhelgisgæslu Íslands nr. 52/2006 og 132. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 10. nóvember 2011.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.