Prentað þann 23. nóv. 2024
1056/2009
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 598/2009 um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr.:
- Á eftir orðinu "ofgreiðslu" í 2. mgr. kemur: þó aldrei lægri fjárhæð en 3.000 kr.
- Orðin "nú 115.567 kr." í 3. mgr. falla brott.
2. gr.
Við 12. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Hafi endurkrafa vegna ofgreiddra bóta ekki verið endurgreidd á 12 mánuðum frá því krafa stofnaðist skal greiða 5,5% ársvexti á eftirstöðvar kröfunnar. Heimilt er að falla frá kröfu um vexti ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi eða ef samningur um endurgreiðslu ofgreiddra bóta liggur fyrir og viðkomandi stendur við greiðsluskyldu sína samkvæmt samningnum.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 12. mgr. 16. gr., sbr. 6. mgr. 55. gr., sbr. 70. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 21. desember 2009.
Árni Páll Árnason.
Ágúst Þór Sigurðsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.