Prentað þann 25. des. 2024
963/2019
Reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland.
I. KAFLI Útgáfa leyfa.
1. gr.
Fiskiskipum, sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni í fiskveiðilandhelgi Íslands, er heimilt að stunda veiðar með dragnót á þeim svæðum þar sem þeim er heimilt að stunda veiðar með botn- og flotvörpu, samkvæmt 5. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
2. gr.
Veiðar með dragnót nær landi en um ræðir í 5. gr. laga nr. 79/1997 eru háðar sérstöku leyfi Fiskistofu.
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum í ágúst ár hvert. Aðeins er heimilt að veita leyfi til veiða með dragnót skipum styttri en 42 metrar, enda séu þau með aflvísi lægri en 2.500, sbr. 3.-5. mgr. 5. gr. laga nr. 79/1997. Leyfi til veiða með dragnót skulu bundin við fiskveiðiár.
II. KAFLI Veiðarfæri.
3. gr.
Lágmarksstærð möskva í dragnót skal vera 135 mm. Við mælingar á möskvum dragnótar gilda ákvæði gildandi reglugerðar um möskvamæla og framkvæmd möskvamælinga.
Legggluggi er netstykki sem skorið er á legg. Sé legggluggi áskilinn við dragnótaveiðar á tilteknu svæði skal honum komið fyrir á efra byrði pokans (belgsins) þannig:
- Lengd gluggans skal minnst vera fjórir metrar.
- Aftari jaðar gluggans skal vera mest fimm metra frá pokaenda.
- Þegar glugginn er festur við upptöku pokans (belgsins) skal taka tvær upptökur á móti einum legg. Lengdarhliðar gluggans skulu festast slétt við neðra byrði í leisi pokans (belgsins).
- Möskvastærð í glugganetinu skal ekki vera minni en möskvastærð riðilsins í pokanum.
4. gr.
Óheimilt er að nota nokkurn þann útbúnað sem þrengir eða herðir á nokkurn hátt möskva en þó skal eigi teljast ólögmætt að festa net eða annað efni undir poka dragnótar í því skyni að forða eða draga úr sliti. Slitvarar þessir skulu aðeins festir að framan og á hliðunum við pokann.
Við veiðar í dragnót er óheimilt að nota hlera eða annað sem komið gæti í stað hlera til útþenslu vængjanna.
III. KAFLI Svæði lokuð fyrir veiðum með dragnót.
5. gr. Faxaflói.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 64°04,90´N - 22°41,40´V Garðskagaviti
- 64°44,50´N - 23°38,50´V Hellnanes
Þó er skipum sem eru styttri en 24 metrar heimilt að stunda veiðar með dragnót á Faxaflóa á tímabilinu frá og með 1. september til og með 20. desember utan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 64°01,80´N - 22°33,40´V Hólmbergsviti
- 64°10,50´N - 22°05,40´V Bauja nr. 6
- 64°22,00´N - 22°23,00´V
- 64°26,00´N - 22°18,60´V Þormóðssker
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið í Hafursfirði innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 64°39,60´N - 22°27,20´V
- 64°40,00´N - 22°50,00´V
- 64°48,00´N - 22°50,00´V
6. gr. Vestfirðir.
Skipum sem eru lengri en 20 metrar er óheimilt er að stunda veiðar með dragnót, á tímabilinu frá og með 1. júní til og með 31. október, innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°38,41´N - 24°19,39´V Blakknes
- 65°47,68´N - 24°06,60´V Kópanesviti
- 66°00,50´N - 23°48,70´V Fjallskagaviti
og innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°04,18´N - 23°46,70´V Barði
- 66°07,08´N - 23°39,41´V Sauðanesviti
7. gr. Patreksfjörður og Tálknafjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin milli eftirfarandi hnita:
- 65°40,72´N - 24°01,73´V Hvalvíkurnes
- 65°38,85´N - 24°04,81´V Tálkni
- 65°36,58´N - 24°09,60´V Ólafsviti
Þó er skipum styttri en 20 metrar á tímabilinu frá og með 1. september til og með 31. mars og skipum lengri en 20 metrar á tímabilinu frá og með 1. nóvember til og með 31. mars, heimilt að stunda veiðar með dragnót inn að línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°34,74´N - 23°57,61´V
- 65°33,57´N - 23°58,10´V
8. gr. Arnarfjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°46,17´N - 23°37,81´V
- 65°42,76´N - 23°40,62´V
Þó er skipum styttri en 20 metrar á tímabilinu frá og með 1. september til og með 31. mars og skipum lengri en 20 metrar á tímabilinu frá og með 1. nóvember til og með 31. mars heimilt að stunda veiðar með dragnót inn að línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°46,17´N - 23°37,81´V
- 65°42,76´N - 23°40,62´V
9. gr. Dýrafjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°55,00´N - 23°35,87´V
- 65°53,76´N - 23°38,19´V
Þó er skipum styttri en 20 metrar á tímabilinu frá og með 1. september til og með 31. mars og skipum lengri en 20 metrar á tímabilinu frá og með 1. nóvember til og með 31. mars heimilt að stunda veiðar með dragnót inn að línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°53,77´N - 23°30,98´V
- 65°52,94´N - 23°30,98´V
10. gr. Önundarfjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°04,35´N - 23°33,96´V
- 66°02,53´N - 23°35,48´V
Þó er skipum styttri en 20 metrar á tímabilinu frá og með 1. september til og með 31. mars og skipum lengri en 20 metrar á tímabilinu frá og með 1. nóvember til og með 31. mars heimilt að stunda veiðar með dragnót inn að línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°03,44´N - 23°31,61´V
- 66°01,90´N - 23°32,80´V
11. gr. Ísafjarðardjúp.
Veiðar með dragnót eru óheimilar á eftirfarandi svæðum.
-
Í Ísafjarðardjúpi allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°05,43´N - 22°39,55´V Æðey
- 66°03,36´N - 22°40,59´V Ögurhólmi
-
Þó eru skipum sem eru styttri en 20 metrar heimilar veiðar með dragnót á tímabilinu frá og með 1. september til og með 31. mars inn að línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°58,37´N - 22°30,38´V
- 65°59,03´N - 22°23,88´V
-
Á Hesteyrarfirði allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°18,82´N - 22°53,63´V
- 66°18,62´N - 22°50,13´V
-
Þó eru skipum sem eru styttri en 20 metrar heimilar veiðar með dragnót á tímabilinu frá og með 1. september til og með 31. mars inn að línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°20,69´N - 22°50,54´V
- 66°20,52´N - 22°49,55´V
-
Á Veiðileysufirði allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°19,06´N - 22°45,64´V
- 66°17,95´N - 22°42,61´V
-
Á Jökulfjörðum allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°17,16´N - 22°37,00´V Kvíar
- 66°14,69´N - 22°36,99´V Höfðabót
12 gr. Ólafsfjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°07,26´N - 18°36,58´V Bríkursker
- 66°05,62´N - 18°33,56´V Æðasker
13. gr. Eyjafjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er réttvísandi vestur/austur um Hríseyjarvita milli eftirfarandi hnita:
- 66°01,09´N - 18°30,55´V
- 66°01,09´N - 18°16,75´V
14. gr. Skjálfandaflói.
Á tímabilinu frá og með 15. mars til og með 31. ágúst eru veiðar með dragnót óheimilar innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°06,39´N - 17°49,32´V Brík
- 66°09,77´N - 17°16,54´V Stóristakkur
15. gr. Austfirðir.
Bátum sem eru lengri er 24 metrar eru óheimilar veiðar með dragnót allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°21,82´N - 13°42,57´V Landsendi (í norðanverðum Loðmundarfirði)
- 65°16,25´N - 13°34,47´V Dalatangi
- 65°10,00´N - 13°30,80´V Norðfjarðarhorn
- 65°04,70´N - 13°29,60´V Gerpisflös
- 64°48,10´N - 13°50,30´V Kambanesviti
- 64°44,31´N - 13°56,74´V Hlaða
- 64°39,44´N - 14°15,21´V Knararsundsfles (austan Djúpavogs)
16. gr. Þistilfjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar á eftirfarandi svæðum.
-
Á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 14. júní innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°15,50´N - 15°20,10´V Grenjanes
- 66°16,09´N - 15°41,40´V Rauðanes
-
Á tímabilinu frá og með 15. júní til og með 30. júní innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°23,80´N - 15°42,30´V Melrakkanes
- 66°23,28´N - 14°50,33´V Svínalækjartangi
-
Á tímabilinu frá og með 1. júlí til og með 15. ágúst innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°15,50´N - 15°20,10´V Grenjanes
- 66°11,50´N - 15°28,00´V Laxártangi
17. gr. Bakkaflói.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°02,43´N - 14°54,12´V Skarfatangi
- 66°03,50´N - 14°43,90´V Digranes
Á tímabilinu frá og með 15. febrúar til og með 30. júní innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 66°09,55´N - 15°01,04´V Fossárós
- 66°05,78´N - 15°03,33´V Saurbæjartangi
- 66°02,43´N - 14°54,12´V Skarfatangi
18. gr. Vopnafjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°47,37´N - 14°45,90´V Tangasporður
- 65°45,17´N - 14°41,06´V Drangsnes
Á tímabilinu frá og með 1. janúar til og með 30. júní innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°50,96´N - 14°42,97´V Fuglanes
- 65°47,45´N - 14°19,73´V Svartsnes
19. gr. Borgarfjörður eystri.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°34,10´N - 13°49,22´V Landsendi
- 65°33,20´N - 13°43,87´V Hafnartangi
20. gr. Loðmundarfjörður - Seyðisfjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°21,67´N - 13°43,33´V
- 65°19,95´N - 13°43,33´V Borgarnes
- 65°17,53´N - 13°42,00´V Skálanes
21. gr. Mjóifjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°12,54´N - 13°43,63´V Hof
- 65°11,40´N - 13°43,23´V Kross
22. gr. Eskifjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°03,60´N - 13°59,60´V Mjóeyri
- 65°02,85´N - 13°59,74´V Skeleyri.
23. gr. Reyðarfjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 65°01,64´N - 14°10,00´V Ljósá
- 65°00,84´N - 14°10,45´V Handarhald sunnan fjarðarins
Á tímabilinu frá og með 1. febrúar til og með 15. maí innan línu sem dregin er réttvísandi norður frá 64°56,17´N - 13°41,12´V Vattarnesvita.
24. gr. Fáskrúðsfjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar á tímabilinu frá og með 1. janúar til og með 30. júní innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 64°53,75´N - 13°50,51´V Víkursker
- 64°54,44´N - 13°47,26´V Kumlasker
25. gr. Stöðvarfjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar á tímabilinu frá og með 1. apríl til og með 15. júní innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 64°49,60´N - 13°49,60´V Landatangi
- 64°48,55´N - 13°50,18´V Kambanes
26. gr. Berufjörður.
Veiðar með dragnót eru óheimilar á tímabilinu frá og með 1. febrúar til og með 31. maí innan línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 64°40,09´N - 14°15,72´V Svartasker
- 64°41,30´N - 14°13,70´V Karlsstaðatangi
27. gr. Suðurland.
Allar veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið innan þriggja mílna frá fjörumarki meginlandsins á svæði fyrir Suðurlandi, sem að austan markast af línu sem dregin er réttvísandi suður frá 64°14,1´N - 14°58,4´V Stokksnesvita og að vestan af línu sem dregin er réttvísandi suður frá 63°48,0´N - 22°41,9´V Reykjanesvita.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru veiðar með dragnót heimilar á eftirfarandi svæðum og tímum:
- Frá og með
15. september til og með 31. maí á svæði milli lína sem dregnar eru réttvísandi suður frá 63°49,3´N - 21°39,1´V Selvogsvita og 63°48,0´N - 22°41,9´V Reykjanesvita. Frá og með 1. júní til og með 31. júlí á svæði milli 20°06´V og 19°48´V, sbr. þó reglugerð nr. 732, 13. desember 1997, um bann við veiðum milli lands og Vestmannaeyja.Frá og með1. mars til og með30. júní á svæði milli 18°18,60´V og 17°00´V.Frá og með 1. apríl til og með31.maíoktóber að línu í einnar sjómílu fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins á svæði milli 16°34´V og 15°45´V.FráAlltog með 1. september til og með 31. marsárið á svæði milli2163°2348,0´N - 22°41,9´V ogað austan af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:27,2051,3´N -20°14,50´V63°32,80´N - 20°13,30´V
Frá og með 1. september til og með 31. maí á svæði sem afmarkast af línu sem er dregin milli eftirfarandi hnita:63°47,60´N - 21°23,00´V63°49,60´N - 21°23,00´V63°49,60´N - 21°25,00´V63°50,30´N - 21°26,10´V63°50,50´N - 21°27,20´V63°49,00´N - 21°33,60´V63°47,51´N - 21°33,00´V63°47,00´N - 21°34,60´V63°46,60´N - 21°35,10´V
Frá og með 1. september til og með 28. febrúar á svæði milli16°40´V og 19°3034,0´V.
28. gr. Vestmannaeyjar.
Allar veiðar með dragnót eru óheimilar allt árið umhverfis Vestmannaeyjar innan línu sem dregin er í þriggja sjómílna fjarlægð frá fjörumarki eftirfarandi eyja og skerja: Elliðaeyjar, Bjarnareyjar, Heimaeyjar, Suðureyjar, Helliseyjar, Súlnaskers, Geirfuglaskers, Geldungs, Álseyjar, Grasleysu, Þrídranga og Einidrangs. Að norðan markast svæðið af línu sem dregin er í þriggja sjómílna fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins, sbr. reglugerð nr. 732/1997 um bann við veiðum milli lands og Vestmannaeyja.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru veiðar með dragnót heimilar á eftirfarandi svæði og tíma:
- Frá og með 21. febrúar til og með 15. maí á svæði vestan línu sem dregin er í réttvísandi norður frá Heimaey, þannig að austurkant Ystakletts og Faxaskersvita beri saman og norðan og vestan línu sem dregin er frá Heimaey um Grasleysu í Þrídranga, þaðan í Einidrang og síðan í réttvísandi suður.
-
Frá og með 16. maí til og með 31. júlí á svæði, sem markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:
- 63°22´N - 20°24´V
- 63°22´N - 20°30´V
- 63°26´N - 20°28´V
- 63°26´N - 20°22´V
IV. KAFLI Viðurlög og gildistaka.
29. gr.
Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
30. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi reglugerð nr. 1061/2013, um dragnótaveiðar, reglugerð nr. 1066/2013, um dragnótaveiðar í Faxaflóa, reglugerð nr. 1062/2013 um bann við dragnótaveiðum í fjörðum Vestfjarða og út af Ströndum, reglugerð nr. 1063/2013, um dragnótaveiðar fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum og reglugerð nr. 780/2015, um bann við dragnótaveiðum fyrir Norðurlandi.
Ákvæði til bráðabirgða.
Leyfi til dragnótaveiða sem gefin voru út fiskveiðiárið 2019/2020 á grundvelli reglugerða nr. 1061/2013, um dragnótaveiðar og 1066/2013, um dragnótaveiðar í Faxaflóa, skulu gilda til dragnótaveiða í fiskveiðilandhelgi Íslands á fiskveiðiárinu 2019/2020, sbr. ákvæði reglugerðar þessarar.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.