Fara beint í efnið

Prentað þann 25. nóv. 2024

Breytingareglugerð

843/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför á grundvelli laga um útlendinga, nr. 607/2023.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðunum "til baka" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: dregið kæru sína til baka á kærustigi.
  2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Útlendingur á ekki rétt á aðstoð við sjálfviljuga heimför á meðan umsækjandi er með dvalarleyfisumsókn eða umsókn um ríkisborgararétt í vinnslu hjá Útlendingastofnun.

2. gr.

Á eftir 3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

Með greiðslu viðbótarstyrks er átt við styrk sem greiðist til viðbótar við enduraðlögunarstyrk og tekur mið af því á hvaða stigi málsmeðferðar ósk um aðstoð við heimför er borin fram. Réttur til greiðslu viðbótarstyrks fellur niður eftir að frestur til heimfarar er liðinn.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað töflu í 1. mgr. kemur ný tafla, svohljóðandi:
Ríki Ferða-styrkur Enduraðlögunarstyrkur Viðbótarstyrkur,

ef sótt er um áður en niðurstaða liggur fyrir á kærustigi, allt að
Viðbótarstyrkur,

ef sótt er um eftir að niðurstaða liggur fyrir á kærustigi og áður en frestur til heimfarar er liðinn, allt að
A Fullorðinn 200 evrur 2.000 evrur 2.000 evrur 500 evrur
Barn 100 evrur 1.000 evrur 1.000 evrur 500 evrur
Fylgdarlaust barn 200 evrur 2.000 evrur 1.000 evrur 500 evrur
B Fullorðinn 200 evrur 1.000 evrur 1.500 evrur 500 evrur
Barn 100 evrur 500 evrur 1.000 evrur 500 evrur
Fylgdarlaust barn 200 evrur 2.000 evrur 1.000 evrur 500 evrur

C

Undanþegin skyldu til að hafa vegabréfs-áritun

Fullorðinn X 500 evrur X X
Barn X 500 evrur X X
Fylgdarlaust barn X 500 evrur X X
  1. Í stað orðanna "A eða B" í 2. mgr. kemur: A, B eða C.
  2. Á eftir orðunum "í formi reiðufjár" í 3. málsl. 4. mgr. kemur: og í öðrum gjaldmiðli en evrum.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo: Útlendingur sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og er staddur hér á landi við gildistöku reglugerðarinnar og fellur undir flokk C í töflu 3. gr. skal fá greidda styrki samkvæmt flokki B.
  2. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Íslenskum stjórnvöldum er heimilt að hafa milligöngu um greiðslu enduraðlögunarstyrkja, sem eru á vegum alþjóðastofnana, þótt um sé að ræða umsækjanda sem á ekki rétt á styrk skv. 1. gr. Útlendingur getur þó ekki fengið enduraðlögunarstyrk á vegum alþjóðastofnana samhliða enduraðlögunarstyrk á vegum íslenskra stjórnvalda.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 8. mgr. 104. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 2. júlí 2024.

Guðrún Hafsteinsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.