Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 23. nóv. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 28. mars 2024
Sýnir breytingar gerðar 31. júlí 2018 af rg.nr. 739/2018

834/2017

Reglugerð um vöktun, vottun og skýrslugjöf vegna losunar koldíoxíðs frá sjóflutningum.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um vöktun, vottun og skýrslugjöf vegna losunar koldíoxíðs frá sjóflutningum.

Skipafyrirtæki skulu vakta losun koldíoxíðs frá farþega- og flutningaskipum yfir 5.000 brúttótonnum sem koma á ferð sinni í höfn á Evrópska efnahagssvæðinu og skila um hana skýrslu til Umhverfisstofnunar og Eftirlitsstofnunar EFTA.

2. gr. Innleiðing EES-gerða.

Eftirfarandi EES-gerð skal öðlast gildi hér á landi:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 frá 29. apríl 2015 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum og um breytingu á tilskipun 2009/16/EB sem vísað er til í tölulið, 56b í XIII. viðauka og tölulið 21aw í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2016 frá 28. október 2016 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í fylgiskjali við reglugerð þessa.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2072 frá 22. september 2016 um sannprófunarstörf og faggildingu sannprófenda samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, sem vísað er til í tölulið 21awa, III. kafla í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2017 frá 27. október 2017 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 16. nóvember 2017, bls. 634-653.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1927 frá 4. nóvember 2016 um sniðmát fyrir vöktunaráætlanir, losunarskýrslur og samræmingarskjöl samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, sem vísað er til í tölulið 21awb, III. kafla í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2017 frá 27. október 2017 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 16. nóvember 2017, bls. 654-674.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2071 frá 22. september 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 að því er varðar aðferðir við vöktun á losun koltvísýrings og reglur um vöktun annarra viðeigandi upplýsinga, sem vísað er til í tölulið 21 aw, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2018, frá 9. febrúar 2018 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 382-385.

 Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1928 frá 4. nóvember 2016 um ákvörðun á farmi sem fluttur er með skipum, sem falla undir aðra flokka en farþegaskip, ekjuskip og gámaskip, samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, sem vísað er til í tölulið 21awc, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/2018, frá 23. mars 2018 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33, frá 17. maí 2018, bls. 356 - 359.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 21. gr. a laga nr. 70/2012 um loftslagsmál með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Ákvæði 1. gr. um vöktun losunar koldíoxíðs frá farþega- og flutningaskipum yfir 5.000 brúttótonnum kemur til framkvæmda 1. janúar 2018 og fyrstu skýrslu um losun koldíoxíðs skal skila eigi síðar en 30. apríl 2019.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.