Prentað þann 25. nóv. 2024
812/2012
Reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu.
1. gr. Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að koma á samræmdum reglum um almenningsflug í því skyni að tryggja flugöryggi.
2. gr. Gildissvið.
Gildissvið reglugerðarinnar er nánar skilgreint í 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 216/2008 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu.
3. gr. Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008 frá 20. febrúar 2008 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu og niðurfellingu tilskipunar ráðsins nr. 91/670/EBE, reglugerð (EB) nr. 1592/2002 og tilskipun 2004/36/EB, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, 2. febrúar 2012, bls. 214, sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 163/2011 frá 19. desember 2011, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 15, 15. mars 2012, bls. 58.
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1108/2009 frá 21. október 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 216/2008 að því er varðar flugvelli, rekstrarstjórnun flugumferðar og flugleiðsöguþjónustu og um niðurfellingu tilskipunar nr. 2006/23/EB, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32, 14. júní 2012, bls. 5, sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 165/2011 frá 19. desember 2011, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 15, 15. mars 2012, bls. 64.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 690/2009 frá 30. júlí 2009 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu og niðurfellingu tilskipunar ráðsins 91/670/EBE, reglugerðar (EB) nr. 1592/2002 og tilskipunar 2004/36/EB, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59, 18. október 2012, bls. 45, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2011 frá 19. desember 2011, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 15, 15. mars 2012, bls. 63.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 646/2012 frá 16. júlí 2012 um ítarlegar reglur um sektir og févíti samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20, 28. mars 2013, bls. 675, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 42/2013 frá 15. mars 2013.
4. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. mgr. 28. gr., 136. gr. a og 2. mgr. 146. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Með þessari reglugerð fellur úr gildi reglugerð nr. 612/2005 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu ásamt síðari breytingum.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.