Fara beint í efnið

Prentað þann 22. nóv. 2024

Breytingareglugerð

773/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Gagna- og samráðsgátt: Landfræðileg gagna- og samráðsgátt um skipulag, umhverfismat og leyfisveitingar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

2. gr.

Á eftir 2. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, sem verður 2. gr. a, svohljóðandi:

2. gr. a.

Gagna- og samráðsgátt.

Skipulagsstofnun starfrækir landfræðilega gagna- og samráðsgátt um skipulag, umhverfismat og leyfisveitingar í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Í gáttinni skal birta gögn til kynningar og samráðs og álit og ákvarðanir um umhverfismat framkvæmda og áætlana og framkvæmdaleyfi. Þangað skal einnig skila inn og birta umsagnir umsagnaraðila og almennings um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þetta á meðal annars við um:

  1. Matslýsingar, tillögur að áætlunum ásamt umhverfismatsskýrslum áætlana.
  2. Tilkynningar framkvæmdaraðila um framkvæmdir í flokki B í viðauka við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
  3. Afgreiðslur ábyrgðaraðila áætlanagerðar um viðkomandi áætlun.
  4. Ákvarðanir Skipulagsstofnunar um hvort tilkynntar framkvæmdir skuli háðar umhverfismati.
  5. Matsáætlanir framkvæmdaraðila og umhverfismatsskýrslur framkvæmdaraðila.
  6. Álit Skipulagsstofnunar um matsáætlanir og álit um umhverfismat framkvæmda.
  7. Umsagnir umsagnaraðila og athugasemdir almennings sem berast við kynningu gagna.
  8. Samkomulag um sameiningu skýrslugerðar og/eða kynningar og fundargerðir sbr. 3. og 4. gr.
  9. Umsóknir um leyfi til matsskyldra og tilkynningarskyldra framkvæmda.
  10. Ákvarðanir leyfisveitenda um veitingu leyfis til framkvæmda.
  11. Álit Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats og framlögð gögn í tengslum við það.

3. gr.

3. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Skipulagsstofnun skal birta í gagna- og samráðsgátt upplýsingar um framkvæmdir í forsamráði, þar á meðal fundargerðir skv. 1. mgr.

4. gr.

Í stað orðanna "á vefsíðu Skipulagsstofnunar" í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: í gagna- og samráðsgátt.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. málsl. fellur brott.
  2. 3. málsl. orðast svo: Tillaga að áætlun og umhverfismatsskýrsla skulu jafnframt vera aðgengileg í gagna- og samráðsgátt.

6. gr.

4. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skipulagsstofnun skal gera framkvæmdaraðila, umsagnaraðilum og öðrum sem málið varðar, grein fyrir niðurstöðu sinni um matsskyldu framkvæmdarinnar. Skipulagsstofnun kynnir almenningi niðurstöðu sína með áberandi hætti og birtir niðurstöðu sína ásamt tilkynningu framkvæmdaraðila og fylgigögnum og framkomnum umsögnum í gagna- og samráðsgátt.

7. gr.

2. málsl. 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

8. gr.

Í stað orðanna "á vef Skipulagsstofnunar" í 1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar kemur: í gagna- og samráðsgátt.

9. gr.

2. og 3. málsl. 1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Stofnunin kynnir hina fyrirhuguðu framkvæmd og umhverfismatsskýrslu í gagna- og samráðsgátt. Umhverfismatsskýrslan skal opin til athugasemda í sex vikur frá birtingu auglýsingar.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:

  1. 3. málsl. fellur brott.
  2. Í stað orðanna "á vef Skipulagsstofnunar" kemur: í gagna- og samráðsgátt.

11. gr.

2. málsl. 3. mgr. 18. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Álitið skal vera aðgengilegt í gagna- og samráðsgátt.

12. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 33. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 4. júlí 2023.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.