Prentað þann 22. nóv. 2024
749/2024
Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
1. gr.
Einn stafliður bætist við 33. gr. a. reglugerðarinnar, svohljóðandi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2917 frá 20. október 2023 um sannprófunarstörf, faggildingu sannprófenda og samþykki stjórnsýsluyfirvalda fyrir vöktunaráætlunum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun gróðurhúsalofttegunda frá sjóflutningum og um niðurfellingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2072 sem vísað er til í lið 21awa í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/2024 frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 39 frá 8. maí 2024, bls. 157-204.
2. gr. Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtalinni gerð:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2917 frá 20. október 2023 um sannprófunarstörf, faggildingu sannprófenda og samþykki stjórnsýsluyfirvalda fyrir vöktunaráætlunum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun gróðurhúsalofttegunda frá sjóflutningum og um niðurfellingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2072.
3. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og öðlast gildi við birtingu.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 11. júní 2024.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.