Fara beint í efnið

Prentað þann 24. nóv. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 16. júlí 2022

749/2021

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað a- og b-liðar 1. tölul. 3. mgr. koma fjórir nýir stafliðir, svohljóðandi:

    1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1014 frá 8. júní 2016 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar undanþágur fyrir seljendur hrávöru, sem er birt á bls. 342 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019, sem er birt á bls. 71 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020.
    2. Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2188 frá 11. ágúst 2017 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar undanþágu á kröfum um eiginfjárgrunn að því er varðar tiltekin sértryggð skuldabréf, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2020 frá 30. apríl 2020. Reglugerðin er birt í fylgiskjali með reglugerð þessari.
    3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2395 frá 12. desember 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar umbreytingarfyrirkomulag til að draga úr áhrifum á eiginfjárgrunn vegna innleiðingar IFRS-staðals 9 og fyrir meðhöndlun tiltekinna áhættuskuldbindinga opinberra aðila sem gefnir eru upp í heimagjaldmiðli aðildarríkis sem stórra áhættuskuldbindinga, sem er birt á bls. 94 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 42 frá 25. júní 2020, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2019 frá 29. mars 2019, sem er birt á bls. 1 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 99 frá 12. desember 2019, þó þannig að í stað dagsetningarinnar "1. febrúar 2018" tvívegis í 9. efnismgr. 1. tölul. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2395 kemur: 1. maí 2020.
    4. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/630 frá 17. apríl 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar lágmarkstryggingavernd fyrir tapi vegna vanefndra áhættuskuldbindinga, sem er birt á bls. 22 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19 frá 18. mars 2021, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2020 frá 7. febrúar 2020. Ákvörðunin er birt í fylgiskjali með reglugerð þessari.
  2. 4. mgr. orðast svo:
    Eftirfarandi reglugerðir skulu gilda hér á landi:
    1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/876 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar vogunarhlutfall, hlutfall stöðugrar nettófjármögnunar, kröfur um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, útlánaáhættu mótaðila, markaðsáhættu, áhættuskuldbindingar gagnvart miðlægum mótaðilum, áhættuskuldbindingar gagnvart sjóðum um sameiginlega fjárfestingu, stórar áhættuskuldbindingar, skýrslugjafarskyldu og birtingarkröfur og reglugerð (ESB) nr. 648/2012, þó ekki ii- til v-, vii- og xii-liðir a-liðar 2. tölul., 29., 31., 38., 45. og 122. tölul. 1. gr. og 2. gr. reglugerðarinnar né fyrirmæli 8., 23., 27., 33., 35.-37., 39.-41., 47., 63., 101., 119., 128. og 129. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar er varða hæfar skuldbindingar og skilavald og þannig að í stað dagsetningarinnar "28. desember 2020" í a-lið 7. efnismgr. 12. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: 28. júní 2021. Með heimild í ákvæði til bráðabirgða I í lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. lög nr. 57/2015, vísast til enskrar útgáfu reglugerðarinnar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins: https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX:32019R0876.
    2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/873 frá 24. júní 2020 um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) 2019/876 að því er varðar ákveðnar aðlaganir til að bregðast við COVID-19-heimsfaraldrinum. Reglugerðin er birt í fylgiskjali með reglugerð þessari.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. tölul. málsgreinarinnar fellur brott.
  2. Í stað orðanna "hæfu fjármagni" í 38. tölul. málsgreinarinnar kemur: þætti 1, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

3. gr.

31. gr. reglugerðarinnar orðast svo ásamt fyrirsögn:

Sjóðir um sameiginlega fjárfestingu.

Um áhættuskuldbindingar og áhættuvogir vegna hlutdeildarskírteina eða hluta í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu fer skv. 132.-132. gr. c reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

4. gr.

Orðin "og hæfu fjármagni" í 4. mgr. 61. gr. reglugerðarinnar falla brott.

5. gr.

Í stað orðanna "hæfu fjármagni" í 3. mgr. 64. gr. reglugerðarinnar kemur: þætti 1 fyrirtækisins, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "hæfu fjármagni fjármálafyrirtækis" í 1. mgr. greinarinnar kemur: þætti 1 fjármálafyrirtækis, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
  2. Í stað orðanna "hæfu fjármagni" alls staðar í 2. og 3. mgr. kemur: þætti 1.

7. gr.

Í stað orðanna "hæfu fjármagni" í 2. mgr. 66. gr. reglugerðarinnar kemur: þætti 1, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

8. gr.

Í stað orðanna "hæfu fjármagni" í 3. mgr. 67. gr. reglugerðarinnar kemur: þætti 1, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "hæfu fjármagni" í töflu í 2. mgr. kemur: þætti 1, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
  2. Í stað orðanna "hæfu fjármagni" í 3. og 4. mgr. kemur: þætti 1.

10. gr.

Í stað orðanna "hæft fjármagn fjármálafyrirtækis" í 2. mgr. 72. gr. reglugerðarinnar kemur: eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækis.

11. gr.

Á eftir 86. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein er verður 86. gr. a sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Hlutfall stöðugrar fjármögnunar.

Fjármálafyrirtæki skal reikna hlutfall stöðugrar fjármögnunar til samræmis við 428. gr. a-428. gr. az reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

12. gr.

Í stað tilvísunarinnar "429.-430. gr." í 1. mgr. 87. gr. reglugerðarinnar kemur: 429.-429. gr. g.

13. gr.

Á undan fylgiskjali við reglugerðina koma tvö ný fylgiskjöl sem birt eru með reglugerð þessari.

14. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 117. gr. a og 1. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast gildi 28. júní 2021.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. júní 2021.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.