Fara beint í efnið

Prentað þann 24. nóv. 2024

Stofnreglugerð

707/2021

Reglugerð um gjald fyrir afhendingu gagna hjá ársreikningaskrá.

1. gr.

Ársreikningaskrá skal samkvæmt 4. mgr., sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 3/2006, um ársreikninga, birta gögn sem skilaskyld eru, sbr. 3. gr. laganna, án endurgjalds á vefsvæði Skattsins. Ríkisskattstjóri skal innheimta gjald svo sem nánar er tilgreint í reglugerð þessari fyrir annars konar afhendingu gagna.

2. gr.

Aðgangur að gögnum úr ársreikningaskrá í vefþjónustu eða uppflettikerfum.

Gjald fyrir aðgang að gögnum úr ársreikningaskrá í lokuðu uppflettikerfi, vefþjónustu, vefgátt, eða sambærilegu viðmóti er sem hér segir:

Stofngjald/tengigjald kr. 195.900
Mánaðarlegt þjónustugjald kr. 7.800

Gera skal sérstakan samning vegna aðgangs að gögnum úr ársreikningaskrá skv. grein þessari.

3. gr.

Gjald fyrir endurrit eða ljósrit af gögnum úr ársreikningaskrá.

Gjald fyrir afhendingu ársreikninga og yfirlitsblaða á pappír er sem hér segir:

Ársreikningur ásamt yfirlitsblaði (allt að 10 bls.) kr. 1.000
Einingaverð umfram 10 blaðsíður kr. 50

4. gr. Lagaheimild og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 4. mgr. 109. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 31. maí 2021.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Harpa Theodórsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.