Fara beint í efnið

Prentað þann 25. nóv. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 20. júní 2023

706/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um enduraðlögunarstyrk og ferðastyrk til umsækjanda um alþjóðlega vernd, nr. 961/2018.

1. gr.

Á eftir 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

Enduraðlögunarstyrkur er greiddur út að hluta í reiðufé og að hluta í enduraðlögunarverkefni sem umsækjandi getur nýtt til að fjármagna enduraðlögun sína í heimaríki. Styrkur til sérstakra enduraðlögunarverkefna getur nýst t.d. í húsaleigu, nám, atvinnu eða önnur verkefni í samstarfi við IOM eða önnur sambærileg samtök. Kjósi umsækjandi ekki að nýta styrkinn í sérstök enduraðlögunarverkefni getur hann óskað eftir því að fá hann greiddan í reiðufé. Ekki er heimilt að afhenda hærri fjárhæð í reiðufé en sem nemur helmingi af heildarupphæðinni eins og fram kemur í töflu fyrir neðan.

Í stað töflu í 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur ný tafla, svohljóðandi:

Flokkur Ríki Ferðastyrkur, til greiðslu á Keflavíkurflugvelli Enduraðlögunarstyrkur greiddur í heimaríki, allt að Heildarupphæð á hvern einstakling, allt að
1.1 Fullorðinn Afganistan
Íran
Írak
Nígería
Sómalía
Palestína
Pakistan
200 evrur 3.000 evrur
(1.500 evrur í reiðufé)
3.200 evrur
(1.700 evrur í reiðufé)
1.2 Barn Afganistan
Íran
Írak
Nígería
Sómalía
Palestína
Pakistan
100 evrur 1.000 evrur 1.100 evrur
1.3 Fylgdarlaust barn Afganistan
Íran
Írak
Nígería
Sómalía
Palestína
Pakistan
200 evrur 2.000 evrur
(1.000 evrur í reiðufé)
2.200 evrur
(3.200 evrur í reiðufé)
2.1 Fullorðinn Önnur ríki (fyrir utan örugg upprunaríki) 200 evrur 2.000 evrur
(1.000 evrur í reiðufé)
2.200 evrur
(1.200 evrur í reiðufé)
2.2 Barn Önnur ríki (fyrir utan örugg upprunaríki) 100 evrur 500 evrur 600 evrur
3 Fylgdarlaust barn Önnur ríki (fyrir utan örugg upprunaríki) 200 evrur 2.000 evrur 2.200 evrur

Á eftir 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

Þegar sérstaklega stendur á og um er að ræða umsækjanda sem fellur utan töflunnar að ofan er Útlendingastofnun heimilt að veita styrk til greiðslu fargjalda til þess ríkis þar sem umsækjanda hefur áður verið veitt alþjóðleg vernd eða hefur löglega heimild til dvalar á öðrum grundvelli. Slíkur styrkur kæmi einkum til skoðunar í tilvikum barnafjölskyldna þar sem allir fjölskyldumeðlimir hafa óskað eftir styrk. Það sama getur átt við um einstaklinga sem taldir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu að mati Útlendingastofnunar eða ef stofnunin telur umsækjanda af öðrum ástæðum hafa þörf fyrir sérstaka aðstoð í tengslum við flutning. Við mat á því hvort umsækjandi eigi rétt á styrk skal m.a. höfð hliðsjón af heilsufari og félagslegri stöðu umsækjanda.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 104. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 1. júní 2021.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.