Fara beint í efnið

Prentað þann 22. nóv. 2024

Breytingareglugerð

688/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1001/2011 um landsskipulagsstefnu.

1. gr.

Í stað 3. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein um sama efni, svohljóðandi:

Áður en vinna hefst við gerð landsskipulagsstefnu hverju sinni skal innviðaráðherra skipa sérstaka ráðgjafarnefnd um gerð landsskipulagsstefnu.

Fjöldi fulltrúa í ráðgjafarnefndinni skal vera sjö talsins. Ráðherra getur engu að síður ákveðið að skipa fleiri fulltrúa í nefndina enda leiði það af eðli máls að samráð og ráðgjöf nefndarinnar verði ekki fullnægjandi einungis með sjö fulltrúa miðað við aðstæður allar. Ráðherra skipar stýrihóp sem fer með samskipti ráðuneytisins við ráðgjafarnefndina. Um tilnefningar í ráðgjafarnefndina fer samkvæmt ákvörðun ráðherra hverju sinni.

2. gr.

Í stað orðsins "umhverfisráðherra" hvarvetna í reglugerð þessari kemur í réttu beygingarfalli orðið: innviðaráðherra.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytingum og öðlast gildi þegar í stað.

Innviðaráðuneytinu, 10. júní 2022.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.